Íslenskur sjávarútvegur: Félagsfræðilegur sjónarhóll
Lykilorð:
Hátækni, kynjabundnar staðalmyndir, sjálfvirkni, sjávarútvegur, skipstjórar, stjórnun fiskveiðaÚtdráttur
Í þessari yfirlitsgrein er bent á að þrátt fyrir að sjávarútvegurinn tengist sterkt íslenskri þjóðernisvitund má víða greina mótsagnir er tengjast ímynd hans. Enn eru skipstjórar efstir í virðingarstiga sjávarþorpanna þótt deilt sé um það innan fræðanna hve vísindalega þeir standa að veiðunum. Sem lið í stjórnun fiskveiða var komið á umdeildu kvótakerfi árið 1984 og það endurskoðað árið 1991. Arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja var sett í öndvegi með þeim afleiðingum að miklar tilfærslur hafa átt sér stað á aflaheimildum og þær færst yfir á færri hendur – til stærri fyrirtækja og færri sjávarþorpa. Sjómenn telja kvótakerfið vera eina mestu ógnina sem starf þeirra stendur frammi fyrir. Kynjabundnar staðalmyndir eru sterkar í sjávarútvegi og þar njóta störf karla almennt meiri virðingar en störf kvenna. Samfara aukinni áherslu á hátækni og sjálfvirkni í sjávarútvegi hefur störfum í fiskvinnslu fækkað á sama tíma og hlutfall erlends starfsfólk hefur hækkað. Samfara aukinni tæknivæðingu hefur verið unnið að því að bæta ýmsa þætti vinnuumhverfisins. Hins vegar hefur einhæfni í fiskvinnsluhúsum aukist sem og andlegt og félagslegt álag á starfsfólk. Dregið hefur úr áhuga Íslendinga á þessum störfum.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).