Stéttagreining og íslenskar stéttarannsóknir
Lykilorð:
Stéttagreining, stétt, stéttakenningar, stéttagerð, stéttastjórnmál, stéttaójöfnuður, stéttarvitund, stéttamenningÚtdráttur
Stéttagreining er eitt helsta áherslusvið félagsfræði og skarast við flest sérsvið fræðigreinarinnar. Stéttagreining vísar til fræðilegs sjónarhorns sem byggir á rannsóknum á ýmsum birtingarmyndum stéttaskiptingar. Rekja má stéttagreiningu á íslensku nútímasamfélagi til miðrar 20. aldar, en sérsviðið náði ekki fótfestu hérlendis fyrr en undir lok 8. áratugarins og fram á þann níunda. Lítil gerjun var í stéttarannsóknum á íslenskum samtíma næstu tvo áratugina, en aukin áhersla hefur verið lögð á stéttagreiningu frá efnahagshruninu árið 2008. Þessi yfirlitsgrein fjallar annars vegar um stéttagreiningu sem undirgrein alþjóðlegrar félagsfræði og hins vegar um íslenskar stéttarannsóknir, einkum á sviði félagsvísinda. Ekki er um tæmandi úttekt að ræða. Þess í stað dreg ég saman margar af helstu stéttarannsóknum á íslenskum veruleika frá upphafi nútímavæðingar í kringum aldamótin 1900 og set í samhengi við stéttagreiningu og íslensk reynslugögn. Hið margþætta stéttarhugtak og helstu nálganir fræðilegrar stéttagreiningar eru í brennidepli í fyrri hlutanum. Umfjöllunin um íslenskar stéttarannsóknir í seinni hlutanum hverfist um fimm viðfangsefni: Stéttagerð, stéttastjórnmál, stéttaójöfnuð, stéttarvitund og stéttamenningu. Í niðurlaginu dreg ég saman umfjöllunina og rýni í framtíðarhorfur.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).