Orsakir búferlaflutninga fyrir og eftir bankahrun

Höfundar

  • Vífill Karlsson

Lykilorð:

Búferlaflutningar, Vesturland, kreppa

Útdráttur

Ýmsir hafa haft áhyggjur af stöðugum straumi fólks frá landsbyggð til höfuðborgar. Ýmislegt hefur verið gert á vegum opinberra aðila til að draga úr straumnum, en með litlum árangri. Vísbendingar eru um að búferlaflutningar hafi breyst á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Í rannsókn þessari verður spurt hvaða þættir séu líklegir til að fá íbúa til að íhuga brottflutning frá svæðum utan höfuðborgarsvæðisins og hvort eitthvað hafi breyst við bankahrunið. Byggt verður á skoðanakönnun sem gerð var á Vesturlandi árin 2007 og 2010. Könnunin leiðir í ljós að meiri áhersla er á félagslega þætti en fjárhagslega þegar einblínt er á ástæður brottflutnings Vestlendinga frá heimahögunum eftir bankahrun í samanburði við það sem gilti áður. Ekki virðist vera stór munur á ýti- og togkröftum búferlaflutninga.

Um höfund (biography)

Vífill Karlsson

Starfar við Háskólann á Akureyri og atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Hvernig skal vitna í

Karlsson, V. (2023). Orsakir búferlaflutninga fyrir og eftir bankahrun. Íslenska þjóðfélagið, 4(1), 5–26. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3751

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar