Frá ritstjóra

Höfundar

  • Guðmundur Oddsson

Útdráttur

Í tilefni 20 ára afmælis Félagsfræðingafélags Íslands gaf Íslenska þjóðfélagið út sérhefti árið 2017 með yfirlitsgreinum um sex sérsvið félagsfræðinnar. Þóroddur Bjarnason og Helgi Gunnlaugsson ritstýrðu sérheftinu og greinarnar í heftinu eiga það sammerkt að vera sjálfstætt framhald kafla sem birtust árið 2004 í safnritinu Íslensk félagsfræði: Landnám alþjóðlegrar fræðigreinar, einnig í ritstjórn Þóroddar Bjarnasonar og Helga Gunnlaugssonar.

Í þessu tölublaði birtist seinni hluti umrædds sérheftis en heftið inniheldur fjórar greinar. Tvær greinarnar eru framhald kafla úr Íslensk félagsfræði: Landnám alþjóðlegrar fræðigreinar og hinar tvær eru yfirlitsgreinar yfir svið sem hafa verið í örum vexti síðustu ár. Sérheftin eru liður í því að kortleggja stöðu og þróun félagsfræðinnar hér á landi.  

Um höfund (biography)

Guðmundur Oddsson

Prófessor við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

22.10.2023

Hvernig skal vitna í

Oddsson, G. (2023). Frá ritstjóra. Íslenska þjóðfélagið, 10(3), 4. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3885