Íslensk atvinnulífsfélagsfræði 2004–2016
Lykilorð:
Atvinnulífsfélagsfræði, íslenskir félagsfræðingar, þróun atvinnulífsÚtdráttur
Greinin fjallar um þróun atvinnulífsfélagsfræði á Íslandi á tímabilinu 2004–2016. Íslenskir félagsfræðingar hafa komið víða við í rannsóknum á íslensku atvinnulífi og hafa m.a. fjallað um vinnumarkaði, skipulag og skipulagsbreytingar, jafnvægi vinnu og fjölskyldulífs, líðan starfsfólks, rafrænt eftirlit, vinnu ungmenna, verkföll og þróun atvinnulífs og samfélagsgerðar. Athygli vekur hins vegar að nokkur rannsóknarsvið hafa nánast horfið af sjónarsviðinu, svo sem vinnuviðhorf, atvinnulýðræði og hagsmunasamtök á vinnumarkaði. Einnig hefur lítið verið fjallað um líftækni og hugbúnaðargerð og flestar þjónustugreinar. Íslenskir félagsfræðingar hafa enn fremur lítið fengist við hnattvæðingu og áhrif hennar á íslenskt atvinnulíf og þróun samfélags og atvinnulífs í átt að þekkingarsamfélagi. Efla þarf rannsóknir og kennslu á sviði atvinnulífsfélagsfræði við innlenda háskóla.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).