Áhrif nýfrjálshyggju á íslenskt leikskólastarf
Lykilorð:
Nýfrjálshyggja, lýðræði, leikskóli, menntastefna, stjórnsýslaÚtdráttur
Nýfrjálshyggjan hefur verið fyrirferðarmikil í hinu opinbera rými í alllangan tíma. Hérlendis hefur hún m.a. birst í áherslu á að breyta orðræðu samfélagins yfir í tal um regluslökun, ábyrgðarskyldu, val og markaðsvæðingu. Í greininni er leitast við að skoða áhrif nýfrjálshyggjunnar á íslenska leikskólakerfið. Lykilskjöl um málefni leik skólans eru skoðuð með greiningarlykil Hursh og aðferðafræði orðræðugreiningar að leiðarljósi. Meðal þessara skjala er framtíðarsýn Viðskiptaráðs Íslands, Ísland 2015. Rýnt er í þær hugmyndir sem þar koma fram og þær settar í samhengi við þróun laga ramma og opinberra tilmæla um leikskólann hérlendis. Lög um leikskóla, reglugerðir og ýmsar skýslur sem snúa að leikskólastarfi eru einnig skoðaðar. Niðurstaðan er að áhrif nýfrjálshyggjunnar séu mjög greinileg á umgjörð leikskólastarfs eftir síðustu aldamót, og að hugmyndafræði hennar hafi orðið fyrirferðarmeiri og haft mótandi áhrif á leikskólann. Þau áhrif kristölluðust í lögum um leikskóla 2008 og hafa sýnt sig í framkvæmd þeirra.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).