Heima að heiman Deilihagkerfið og gestakomur til Íslands

Höfundar

  • Örn D. Jónsson
  • Edward H. Huijbens

Lykilorð:

Deilihagkerfið, ferðaþjónusta, nýsköpun, atvinnusköpun, fjárvæðing

Útdráttur

Greinin snýst um að draga fram álitamál í tengslum við þróun deilihagkerfisins í heiminum í samhengi íslenskrar ferðaþjónustu. Í henni er leitast við að skýra lykilhugtök, forsendur og virkni deilihagkerfisins og hvernig það getur örvað frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu og eflt mannauð og nýsköpun. Á sama tíma er varað við skuggahliðum deilihagkerfisins þar sem fjárvæðing tengsla nærsamfélagsins getur grafið undan viðmiðum og leikreglum þess, auk þess sem uppkaup framleiðsluinnviða í þágu deilingar leiða til rýrnandi samfélagsgæða. Ekki eru sterkar vísbendingar um þessar skuggahliðar í íslensku samfélagi en greinin leiðir að því líkum að ör fjölgun gesta hingað til lands bjóði enn sem komið er tækifæri til að virkja kosti deilihagkerfisins ef rétt er á stefnumótun haldið. Markmið greinarinnar er að skýra hvernig horfa má á fjölgun ferðamanna út frá því hvernig hún eflir atvinnustarfsemi gegnum breytingar á undirliggjandi lærdómsferlum í nýsköpun, og skapar fleiri möguleika og aukið svigrúm fyrir fólk til að ákvarða hvernig það hagar daglegu lífi.

Um höfund (biographies)

  • Örn D. Jónsson

    Prófessor við Háskóla Íslands.

  • Edward H. Huijbens

    Prófesor við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar