Heima að heiman Deilihagkerfið og gestakomur til Íslands

Höfundar

  • Örn D. Jónsson
  • Edward H. Huijbens

Lykilorð:

Deilihagkerfið, ferðaþjónusta, nýsköpun, atvinnusköpun, fjárvæðing

Útdráttur

Greinin snýst um að draga fram álitamál í tengslum við þróun deilihagkerfisins í heiminum í samhengi íslenskrar ferðaþjónustu. Í henni er leitast við að skýra lykilhugtök, forsendur og virkni deilihagkerfisins og hvernig það getur örvað frumkvöðlastarf í ferðaþjónustu og eflt mannauð og nýsköpun. Á sama tíma er varað við skuggahliðum deilihagkerfisins þar sem fjárvæðing tengsla nærsamfélagsins getur grafið undan viðmiðum og leikreglum þess, auk þess sem uppkaup framleiðsluinnviða í þágu deilingar leiða til rýrnandi samfélagsgæða. Ekki eru sterkar vísbendingar um þessar skuggahliðar í íslensku samfélagi en greinin leiðir að því líkum að ör fjölgun gesta hingað til lands bjóði enn sem komið er tækifæri til að virkja kosti deilihagkerfisins ef rétt er á stefnumótun haldið. Markmið greinarinnar er að skýra hvernig horfa má á fjölgun ferðamanna út frá því hvernig hún eflir atvinnustarfsemi gegnum breytingar á undirliggjandi lærdómsferlum í nýsköpun, og skapar fleiri möguleika og aukið svigrúm fyrir fólk til að ákvarða hvernig það hagar daglegu lífi.

Um höfund (biographies)

Örn D. Jónsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Edward H. Huijbens

Prófesor við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Hvernig skal vitna í

Jónsson, Örn D., & Huijbens, E. H. (2023). Heima að heiman Deilihagkerfið og gestakomur til Íslands. Íslenska þjóðfélagið, 5(1), 49–66. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3758

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar