Frá ritstjóra

Höfundar

  • Ingi Rúnar Eðvarðsson

Útdráttur

Það hefti af Íslenska þjóðfélaginu sem nú birtist augum lesenda er tileinkað Héðinsfjarðar göngum. Gerð ganganna er ein umfangsmesta samgönguframkvæmd á síðari tímum á Íslandi og hún hefur verið umdeild að sama skapi. Margir tjáðu skoðun sína í ræðu og riti og oftar en ekki á ganrýninn hátt. Það er því fagnaðarefni að hópur félagsvísindafólks við Háskólann á Akureyri hafi ráðist í það mikla verk að fylgjast með áhrifum jarðgangagerðarinnar á samfélag í Ólafsfirði og á Siglufirði allt frá upphafi framkvæmda. Hér er um nýlundu að ræða hér á landi þar sem félagsfræðingar hafa lítið sem ekkert fengist við að greina samfélagsleg áhrif samgangna og það má einnig segja að það sé fátítt á heimsvísu.

Um höfund (biography)

  • Ingi Rúnar Eðvarðsson

    Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

02.10.2023

Tölublað

Kafli

Frá ritstjórn