Meðbyr og ágjöf: Þróun kynjafræðináms í íslensku samhengi

Höfundar

  • Þorgerður Einarsdóttir
  • Gyða Margrét Pétursdóttir

Lykilorð:

Kynjafræðinám, stofnanavæðing, hagnýting, grasrótarstarf

Útdráttur

Skipulagt kynjafræðinám á háskólastigi hófst hérlendis árið 1996. Í greininni er gefið yfirlit yfir þróun kynjafræðináms á Íslandi og tengsl þess við vísindasamfélagið og innviði fræðanna. Fjallað er um stofnanavæðingu kynjafræðináms frá grasrótarstarfi til námsbrautar með stöður, fjármagn, framhaldsnám, rannsóknir og útskriftir. Þá er fjallað um tengsl kynjafræðináms við samfélagið og hagnýtingu þess. Stofnanavæðing námsins er forsenda þess að það geti dafnað. Margir hafa þó bent á að stofnanavæðing námsins sé tvíbent á sama hátt og stofnanavæðing jafnréttisstarfs. Hún bjóði heim þeirri hættu að námið gangist kerfinu á hönd og verði bitlaust um og leið og viðurkenning er fengin. Þróun kynjafræðináms sýnir að þar hafa skipst á meðbyr og ágjöf; námið er samþykkt að ákveðnu marki en ber á sama tíma viss einkenni grasrótarstarfs. Í greininni eru færð rök fyrir því að togstreita stofnanavæðingarinnar, að vera í senn innan og utan kerfisins, hafi ekki gert kynjafræðinám bitlaust. Þvert á móti sýnir ágjöfin og gagnrýnin að kynjafræðinám hefur haldið í róttækni sína og breytingamátt, sem í reynd er þess helsta lífsmark.

Um höfund (biographies)

Þorgerður Einarsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Gyða Margrét Pétursdóttir

Dósent við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

22.10.2023

Hvernig skal vitna í

Einarsdóttir, Þorgerður, & Pétursdóttir , G. M. (2023). Meðbyr og ágjöf: Þróun kynjafræðináms í íslensku samhengi. Íslenska þjóðfélagið, 10(3), 5–30. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3886