Frá sjálfsþurftasamfélagi til markaðsþjóðfélags: Mótun verkalýðsstéttar á Akureyri 1860‒1940
Lykilorð:
Stéttaskipting, kyn, verkalýðsstétt, sjálfsþurftasamfélag, markaðssamfélagÚtdráttur
Markmið þessarar greinar er að rannsaka myndun verkalýðsstéttar á Akureyri á tímabilinu 1860‒1940 þegar kapítalískt samfélag var í mótun á Íslandi. Byggt er á manntölum og öðrum sögulegum heimildum og stuðst er við rannsóknarlíkan sem byggir á marxískri stéttakenningu. Niðurstöður leiða í ljós að um 1860 voru erlendir kaupmenn áberandi á Akureyri og samfélagið bar mörg einkenni sjálfsþurftasamfélags. Frá síðari hluta 19. aldar tók bærinn á sig skýrari mynd kapítalísks stéttasamfélags. Grundvallarbreyting varð á innri gerð verkalýðsstéttarinnar á umræddu tímabili með mikilli fjölgun verkafólks í iðnaði og sjávarútvegi sem ráðið var sem launafólk af atvinnurekendum. Fækkaði þá sjálfstæðu handverksfólki og húshjálp. Slík þróun er nefnd öreigaþróun, en hún hófst síðar og var meira áberandi meðal kvenna. Lýðveldistíminn á Akureyri hófst með áberandi stéttaskiptingu, þ.e. félagslegri mismunun stétta og kynja.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).