Kynbundnir áhrifaþættir á starfsval sál- og tæknifræðinga

Höfundar

  • Fjóla Þórdís Jónsdóttir
  • Ingi Rúnar Eðvarðsson

Lykilorð:

Starfsval, kyn, sálfræðingar, tæknifræðingar, könnun

Útdráttur

Í greininni eru birtar niðurstöður úr könnun meðal félagsmanna í Sálfræðinga félagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands. Félagsmenn voru spurðir út í starfsval í rafrænum spurningalista vorið 2013. Svörun var 28%. Helstu niðurstöður eru þær að þátttakendur völdu sér framtíðarstarf á unglingsárum eða síðar og maki og systkini höfðu meiri áhrif á starfsval kvenna en karla. Laun karla eru hærri en kvenna. Flestir þeirra sem svöruðu könnuninni nefndu að hæfileikar, áhugasvið og áhugaverð verkefni skiptu mestu máli við val á starfi. Mikill kynjamunur birtist í niðurstöðum. Laun, traust fyrirtækis og að starfið hentaði kyni þeirra réðu talsvert meiru hjá körlum, en konur töldu mikilvægara að láta gott af sér leiða og að geta hjálpað öðrum. Einnig lögðu konur meiri áherslu á að starfið væri fjölskylduvænt og þeim þótti líklegra en körlunum að þær myndu taka hlé frá störfum vegna fjölskylduaðstæðna. Þá sást að konur báru oftar meiri ábyrgð en karlar á heimilisstörfum og barnauppeldi, þótt flestir teldu ábyrgðina vera jafna.

Um höfund (biographies)

  • Fjóla Þórdís Jónsdóttir

    Verkefnisstjóri hjá Keili.

  • Ingi Rúnar Eðvarðsson

    Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Svipaðar greinar

1-10 af 23

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.