Mat á sérfræðiáliti eftir kyni sérfræðings: Tilraun meðal almennings á Íslandi
Lykilorð:
Sérfræðistörf, Kynbundið mat, Hæfni, SannfæringarkrafturÚtdráttur
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort Íslendingar hafi tilhneigingu til að meta sérfræðiálit á grundvelli kyns sérfræðings en margar erlendar rannsóknir hafa sýnt tilhneigingu til að meta sérfræðiálit kvenna veigaminna en sérfræðiálit karla. Í rannsókninni er tilraunasnið nýtt til að meta hvort viðhorf fólks á Íslandi til sérfræðinga sé ólíkt eftir því hvort sérfræðingurinn er karl eða kona. Könnun var lögð fyrir úrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar og réði tilviljun því hvort kyn sérfræðings, sem þátttakendur voru beðnir að meta, var karl eða kona. Þátttakendur lásu viðtal við „sérfræðinga“ og voru í framhaldi beðnir að meta hæfi sérfræðingsins og lýsa viðhorfum sínum til málefna sem sérfræðingurinn fjallaði um í viðtalinu. Niðurstöður benda til lítillar tilhneigingar til að meta sérfræðiálit á grundvelli kyns. Enginn munur var á mati á hæfni karlkyns og kvenkyns barnalæknis og fjármálaráðgjafa sem líklega stafar af því að Íslendingar eru orðnir vanir því að sérfræðingar á þessum sviðum geti verið konur ekki síður en karlar. Viðhorf til málefna sem fjármálaráðgjafinn fjallaði um í viðtalinu voru þó misjöfn eftir kyni fjármálaráðgjafans og benda niðurstöður til að fólk taki meira mark á konum en körlum í umfjöllun um fjármál sem er andstætt því sem búist var við.
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Ásdís A. Arnalds, Ingólfur V. Gíslason

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).