Nýliðun í landbúnaði á Íslandi og áhrif fjarlægðar frá Reykjavík

Höfundar

  • Vífill Karlsson

Lykilorð:

Nýliðun, landbúnaður, landfræðilegur breytileiki, aldur bænda, panelgögn

Útdráttur

Fækkun bænda og veiking sveitarsamfélaga hefur verið áhyggjuefni meðal þeirra sem vilja halda landinu öllu í byggð. Í greininni er nýliðun í nautgripaog sauðfjárrækt á Íslandi í brennidepli. Skoðað var hvaða áhrif fjarlægð frá Reykjavík, aldur einstaklinga, kyn, uppruni, búgrein og landsvæði hefur á nýliðun í greininni. Vegna þekkts landfræðilegs sambands land- og fasteignaverðs og fjarlægðar frá borgum (Thunen, 1966) var athyglin meiri á áhrif fjarlægðar frá Reykjavík á nýliðun. Gögn yfir allar bújarðir á tímabilinu 2000–2009 voru notuð, sem skilaði tæplega 35.000 athugunum. Hefðbundnu logit tölfræðilíkani var beitt ásamt fixed effect logit líkani fyrir panelgögn til stuðnings og frekari glöggvunar. Í ljós kom að þegar horft er á fjarlægð frá Reykjavík eru líkurnar á nettónýliðun minnstar á jaðri höfuðborgarinnar en aukast eftir því sem fjær dregur og ná hámarki í 220 km fjarlægð en dragast svo saman eftir það. Heilt yfir var nettónýliðun meiri hjá þeim sem yngri eru en hjá þeim eldri en óvænt kom í ljós að brottfall úr landbúnaði hefur verið meira hjá þeim sem ungir eru en hjá þeim sem eru á miðjum aldri. Þá er nýliðun líklegri í sauðfjárrækt en nautgriparækt, hún er líklegri meðal kvenna en karla, og líklegra er að hún eigi sér stað á Suðurlandi en annars staðar á landinu.

Um höfund (biography)

Vífill Karlsson

Dósent við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

01.11.2018

Hvernig skal vitna í

Karlsson, V. (2018). Nýliðun í landbúnaði á Íslandi og áhrif fjarlægðar frá Reykjavík. Íslenska þjóðfélagið, 9(1), 1–21. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3783

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar