Ofmenntun á íslenskum vinnumarkaði: Staða meðal háskólamenntaðs fólks

Höfundar

  • Jason Már Bergsteinsson
  • Ingi Rúnar Eðvarðsson
  • Guðmundur Kristján Óskarsson

Lykilorð:

Ofmenntun, háskólamenntun, kyn, laun

Útdráttur

Markmið greinarinnar er að kanna umfang og eðli ofmenntunar á íslenskum vinnu-markaði. Úrtak rannsóknarinnar byggðist á tilviljunarúrtaki úr þjóðská sem Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands framkvæmdi 9. mars til 9. apríl 2016. Könnunin náði til 2.001 einstaklings á aldrinum 18 ára og eldri á landinu öllu og svöruðu 1.210 einstaklingar henni. Í þessari rannsókn var aðeins litið til þeirra þátttakenda í úrtakinu sem höfðu lokið háskólanámi og voru í launaðri vinnu á Íslandi. Eftir hreinsun gagna voru þátttakendur 420, þar af voru 192 karlar og 228 konur. Niðurstöður rannsóknar sýndu að 21% þátttakenda var ofmenntað, en þegar falskir ofmenntaðir voru dregnir frá voru 7,1% þátttakenda ofmenntuð. Fjölbreytuaðhvarfsgreining sýnir að marktækur munur er á menntavísindum og félagsvísindum á þann hátt að þeir sem eru með prófgráðu í menntavísindum eru síður ofmenntaðir en þeir sem lokið hafa háskólanámi á félagsvísindasviði. Vanmenntaða einstaklinga er helst að finnan innan menntavísinda og meðal þeirra sem unnið hafa lengi á vinnustað. Niðurstöður sýna einnig að konur eru líklegri en karlar til að vera ofmenntaðar. Ofmenntaðir virtust almennt vera síður ánægðir í starfi auk þess sem þeir voru með lægri tekjur en aðrir þátttakendur.

Um höfund (biographies)

Jason Már Bergsteinsson

Þjónustustjóri IKEA á Íslandi.

Ingi Rúnar Eðvarðsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Guðmundur Kristján Óskarsson

Dósent og deildarformaður viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

22.08.2017

Hvernig skal vitna í

Bergsteinsson, J. M., Eðvarðsson, I. R., & Óskarsson, G. K. (2017). Ofmenntun á íslenskum vinnumarkaði: Staða meðal háskólamenntaðs fólks. Íslenska þjóðfélagið, 8(1), 5–22. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3777

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar