Rök kjósenda fyrir því að greiða ekki atkvæði: Sveitarstjórnarkosningar 2014

Höfundar

  • Grétar Þór Eyþórsson
  • Eva H. Önnudóttir

Lykilorð:

Kosningaþátttaka, aldur, höfuðborg-landsbyggð, dreifbýli-þéttbýli

Útdráttur

Í íslensku sveitarstjórnarkosningunum 2014 var kjörsókn minni en nokkru sinni fyrr og hafði hún þó minnkað töluvert í kosningunum 2010. Í þessari grein fjalla höfundar um hvaða ástæður fólk nefnir fyrir því að hafa ekki kosið árið 2014. Notuð eru gögn úr könnun sem gerð var sumarið 2014 meðal úrtaks 4845 kosningabærra einstaklinga á landinu öllu, þar sem þeir 630 sem sögðust ekki hafa kosið voru spurðir um ástæður þess. Sérstök áhersla er lögð á að greina ástæður eftir aldri kjósenda og eftir búsetu, auk þess sem einnig er tekið tillit til stærðar sveitarfélaga í íbúafjölda. Helstu niðurstöður eru að eldra fólk nefnir frekar efnislegar ástæður, er varða stjórnmálaflokka og stjórnmálakerfið, fyrir því að kjósa ekki, en ungt fólk að hafa ekki haft nennt því eða haft áhuga á því. Búseta virðist ekki skýra að neinu marki mun á því hvaða ástæður fólk hefur fyrir því að kjósa ekki. Því er velt upp hvort mun eftir aldri á ástæðum þess að kjósa ekki megi hugsanlega rekja til neikvæðrar reynslu eldri kjósenda af efnahagshruninu árið 2008, en jafnframt bent á að „nenna ekki að kjósa“ getur líka verið merki um óánægju með stjórnmál sem mögulega má rekja til hrunsins og atburða eftir það.

Um höfund (biographies)

Grétar Þór Eyþórsson

Prófessor við Háskólann á Akureyri.

Eva H. Önnudóttir

Póstdoktor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

22.08.2017

Hvernig skal vitna í

Eyþórsson, G. Þór, & Önnudóttir, E. H. (2017). Rök kjósenda fyrir því að greiða ekki atkvæði: Sveitarstjórnarkosningar 2014. Íslenska þjóðfélagið, 8(1), 23–42. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3778

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)