Hverjir óttast mest afbrot á Íslandi?

Höfundar

  • Jónas Orri Jónasson
  • Helgi Gunnlaugsson

Lykilorð:

Öyggiskennd, afbrot, viðhorf, kyn, búseta, ótti við afbrot

Útdráttur

Rannsóknir á ótta fólks við afbrot og mat á eigin öryggi hafa verið áberandi í afbrotafræðinni á síðustu áratugum. Í greininni er leitað svara við því hverjir það eru sem einna helst óttast afbrot og hvers vegna. Er öryggiskennd þeirra sem orðið hafa fyrir afbroti minni en þeirra sem enga reynslu hafa af afbrotum? Hver er öryggiskennd Íslendinga í samanburði við nágrannaþjóðir okkar? Rannsóknargögnin byggja á netmælingu sem framkvæmd var í byrjun árs 2012 og á eldri mælingum frá tímabilinu 1989-2002. Jafnframt er stuðst við alþjóðlega mælingu á öryggiskennd (ICVS) sem Ísland tók þátt í. Helstu niðurstöður eru þær að sömu þættir virðast hafa áhrif á öryggiskennd Íslendinga og fundist hafa erlendis. Konur, eldra fólk og íbúar á höfuðborgarsvæðinu óttast afbrot frekar en aðrir og aukin menntun virðist draga úr ótta. Reynsla af afbrotum hafði ekki áhrif á öryggiskennd. Öryggi Íslendinga mælist hátt í samanburði við aðrar þjóðir og hefur aukist frá því fyrsta mælingin var framkvæmd árið 1989.

Um höfund (biographies)

Jónas Orri Jónasson

Meistaranemi í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Helgi Gunnlaugsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Hvernig skal vitna í

Jónasson, J. O., & Gunnlaugsson, H. (2023). Hverjir óttast mest afbrot á Íslandi?. Íslenska þjóðfélagið, 3(1), 77–92. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3748

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar