Jafnvægi starfs og einkalífs ungra kvenkyns kennara í íslenskum grunnskólum

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2024.7

Lykilorð:

Jafnvægi starfs og einkalífs, nýlega brautskráðir kvenkyns kennarar, tilfinningastjórnun, samviskubit

Útdráttur

Í greininni er fjallað um hvað ellefu ungir kvenkyns kennarar í íslenskum grunnskólum gerðu til að ná og halda jafnvægi milli starfs og einkalífs. Rannsóknin var eigindleg og fólst í því að tekin voru raðviðtöl við ellefu unga kennara frá hausti 2021 til vors 2023. Rannsóknin styðst við fræði um starfsaðstæður kennara og fræði um tilfinningar og tilfinningastjórnun kennara. Helstu niðurstöður eru dregnar fram í fimm samfléttuðum þemum. Í fyrsta lagi var mikil ábyrgð á höndum ungu kennaranna og mikið álag á vinnutíma sem erfitt var að stjórna eða draga úr. Í öðru lagi þá beittu viðmælendur okkar ýmsum aðferðum við að skilja vinnuna eftir í skólanum, ekki síst að vinna lengur á daginn og forðast að taka verkefni með heim. Í þriðja lagi lögðu viðmælendur okkar mikið á sig við að skipuleggja sig og forgangsraða verkefnum og reynsla auðveldaði þeim að gera sanngjarnar kröfur til sjálfs sín. Í fjórða lagi fór talsverð vinna heim, sérstaklega í formi þess að hugsa um vinnuna við alls konar tækifæri, svo sem þegar heimilisstörfum var sinnt eða þegar farið var að sofa. Í fimmta lagi er þemað tilfinningar, samviskubit, gleði. Viðmælendur lýstu dæmum úr samskiptum við foreldra þar sem mikla tilfinningastjórnun þurfti. Viðmælendur lýstu jafnframt samviskubiti yfir því að ljúka ekki verkum eins vel og þeir hefðu viljað en um leið að starfið væri ánægjulegt. Niðurstöðurnar í heild undirstrika að tilfinningastjórnun er rauður þráður í starfi kennara og er það í samræmi við fyrri rannsóknir. Þær undirstrika líka að kennarastarfið er þess eðlis að ekki er hægt að skilja það eftir að fullu neins staðar. En það er unnt að nota alls konar aðferðir til að draga úr áhrifunum, ekki bara á kennarana heldur fjölskyldur þeirra.

Um höfund (biographies)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (ingo@hi.is) er prófessor emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk BA- og cand.mag.prófi í sagnfræði auk kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og dotorsprófi í menntunarfræðum frá Wisconsinháskóla í Madison árið 1991 Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á menntastefnu, kennarastarfinu og kyngervi og menntun.

Valgerður S. Bjarnadóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Valgerður S. Bjarnadóttir (vsb@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BA-profi í uppeldis- og menntunarfræði og kennslufræði til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands, meistraprófi í alþjóða- og samanburðarmenntunarfræðum frá Stokkhólmsháskóla og doktorsrófi í menntavísindum frá Háskóla Islands árið 2019. Rannsóknarsvið eru meðal annars menntastefna og félagslegt réttlæti í menntun.

Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir

Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir (mariannama@urridaholtsskoli.is) er kennari við Urriðaholtsskóla. Hún lauk BA-prófi í listfræði frá Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands 2015 og meistaraprófi í kennslufræði grunnskóla frá Kennaradeild Háskóla Íslands 2018. Rannsóknaráhugi hennar snýr einkum að kynjajafnrétti í skólastarfi

Niðurhal

Útgefið

2024-12-31

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>