Alþjóðlegur bakgrunnur, skólasókn og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum 2001-2021
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.77Lykilorð:
skólasókn, brotthvarf, framhaldsskóli, alþjóðlegur bakgrunnurÚtdráttur
Jón Torfi Jónasson hefur á ferli sínum dregið fram hið lítt öfundsverða hlutskipti íslenskra framhaldskólanema sem birtist í miklu brotthvarfi þeirra frá námi. Í þessari rannsókn er sjónum beint að framhaldsskólasókn, þar sem kannaðar eru líkur á því að nemendur hefji nám að loknum grunnskóla og er þeim svo fylgt til 22 ára aldurs. Markmiðið er að bera saman framhaldsskólasókn fjögurra árganga (1985–88) sem luku grunnskóla við upphaf 21. aldar og fjögurra árganga (1995–98) sem luku grunnskóla tíu árum síðar. Könnuð er framhaldsskólasókn eftir uppruna nemenda, þ.e. hvort þeir hafa innlendan eða alþjóðlegan bakgrunn og eftir kyni. Byggt er á gögnum frá Hagstofu Íslands úr gagnagrunnum um mannfjölda, prófaskrá og nemendaskrá. Svipmót íslensks samfélags hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma og er nú mun alþjóðlegra en það var við upphaf aldarinnar. Innflytjendum og ungmennum með alþjóðlegan bakgrunn hefur þannig fjölgað í íslenskum skólum og er verulegur munur milli hópanna sem hér eru til skoðunar. Af þessum ástæðum er mikilvægt og gagnlegt að fylgjast með þróun skólasóknar hjá þessum hópi ungmenna. Þegar litið er til alls hópsins hefur dregið talsvert úr brotthvarfi frá námi milli eldri og yngri fæðingarárganganna. Fleiri ungmenni í yngri fæðingarárgöngunum en þeim eldri hefja þannig nám í framhaldsskóla og fleiri ljúka því fyrir 22 ára aldur. Þetta á bæði við um íslenska nemendur og ungmenni með alþjóðlegan bakgrunn. Líkur á því að þau sem fædd eru erlendis hefji nám í framhaldsskóla aukast á milli fæðingarárganganna og hlutfallslega fleiri ljúka nú framhaldsskólanámi en áður var. Áfram er hlutfall nema með alþjóðlegan bakgrunn sem ekki ljúka námi fyrir 22 ára aldur hátt. Í báðum hópunum hafa þannig meira en helmingur karla í hópi innflytjenda horfið frá námi fyrir 22 ára aldur. Brotthvarf karla frá námi er áberandi meira en meðal kvenna hvort sem litið er til fólks með innlendan eða alþjóðlegan bakgrunn.Niðurhal
Útgefið
2022-12-13
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar