2019: Sérrit 2019 - Menntun barna í leikskóla og á yngsta stigi í grunnskóla
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2019 – Menntun barna í leikskóla og á yngsta stigi í grunnskóla er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórar: Arna Hólmfríður Jónsdóttir og Kristín Norðdahl. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
GreinarnarÍ sérritinu eru 9 ritrýndar greinar. Auk almenns prófarkalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Greinarnar nefnast: Hvaða augum líta börn leikskólakennara? Hlutverk og miðlun gilda í leikskólum; Mat leikskólabarna á þátttöku í tilviksrannsókn; „Þeir leika saman og eru glaðir, það er bara svo gott“: Félagsleg tengsl og vinátta leikskólabarna af erlendum uppruna; „Það er ekki til ein uppskrift“: Fyrsta ár flóttabarna í leikskólum í þremur sveitarfélögum á Íslandi; „…mér má finnast öðruvísi…“ Hugleikur – samræður til náms í leikskóla; Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins; Námsmat á yngsta stigi í skóla án aðgreiningar; Stafræn tækni í leikskólastarfi: Sjónarhorn frumkvöðla; Sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna: Reynsla og viðhorf starfsfólks skóla, safna og sköpunarsmiðja