Minni og málfræðilegar þátíðir

Höfundar

  • François Heenen

Lykilorð:

þátíðakerfi frönskunnar, procedural meaning, minnið

Útdráttur

Greinin fjallar um hugsanleg tengsl á milli notkunar ólíkra málfræðilegra þátíða í tungumáli og mismunandi starfshátta atburðarminnisins. Sú tilgáta er sett fram að þegar okkur er ljóst að segð miðlar minningu af liðnum atburði þá athugar sérhæf stöð tengd málskilningi hvort atburðarminnið leitaði að þessari minningu með ákveðið markmið að leiðarljósi eða hvort minningin kom nokkurn veginn ósjálfrátt til hugar talandans. Samkvæmt tilgátunni benda sumar málfræðilegar þátíðir sérstaklega á annað hvort minnisferli. Stöðin myndi líka athuga hvort þessi ábending um starfshátt atburðarminnisins samræmist innihaldi segðarinnar. Í greininni er tilgátan prófuð með tilliti til þátíðakerfis í frönsku. Bein tengsl væru annars vegar á milli passé simple (almenn þátíð) og markvissa starfsháttar minnisins og hins vegar á milli imparfait (lýsingarþátíð) og ósjálfráða starfsháttarins. Hlutverk plus-que-parfait (þálíðin tíð) væri að tilkynna að talandinn sé að íhuga atburð út frá öðrum atburði sem hann man eftir. Svo væri passé composé (núlíðin tíð) tengd ástandinu sem felst í því að hafa lokið minnisleit að liðnum atburði.
Lykilorð: þátíðakerfi frönskunnar, procedural meaning, minnið.

Niðurhal

Útgefið

2021-05-06

Tölublað

Kafli

Greinar