Creating Space Drama in the Foreign Languages at the university of Iceland.

Höfundar

  • Andrea Milde
  • Ásta Ingibjartsdóttir

Útdráttur

Leikur einn eða alvörumál? Í greininni er fjallað um reynslu höfunda af notkun leiklistar í kennslu erlendra tungumála á háskólastigi. Þeir telja mikilvægt að skapa og varðveita í tungumálakennslunni svigrúm fyrir leiklist og aðrar listgreinar, ekki síst nú þegar æ fleiri háskólar virðast hneigjast til starfshátta markaðar og stórfyrirtækja, sem samræmast e.t.v. misvel sjónarmiðum tungumálakennara. Michael Fleming hefur bent á að í leiklist felist tækifæri til að kanna og rannsaka reynsluheim sem stendur okkur allajafna ekki til boða í hversdagslífinu og vilja höfundar sy?na fram á að með leiklistinni sé hægt að búa til námsumhverfi þar sem nemendur geta með gagnvirkum samskiptum og samvinnu tengst erlenda tungumálinu nánar og orðið virkari þátttakendur í eigin námi. Í greininni er annars vegar greint frá leiklistarverkefni í frönsku sem byggist á hugmyndum Pierra um mikilvægi munnlegrar tjáningar og settar eru fram í bók hennar Une esthétique théâtrale en langue étrangère. Hins vegar er fjallað um leiklistarverkefni í þy?sku þar sem stuðst er við aðferðafræði gerd Bräuer, en þar er lögð áhersla á að þjálfa skapandi skrif á ígrundaðan máta með því að útbúa þar til gerðar vinnumöppur (e. portfolio).

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Aðrar greinar