Similarities Between Scientific Language and the Language of Literary Criticism in Two of galileo’s Works.

Höfundar

  • Stefano Rosatti

Útdráttur

The Assayer (Il Saggiatore,1623) er eitt af höfuðritum galíleos, en í því hrekur hann vísindakenningar sem eru settar fram í ritinu Libra astronomica eftir jesúítann og heimspekinginn Orazio grassi. Considerazioni al Tasso er hins vegar eitt af smærri verkum galíleos, ritað a.m.k. tólf árum fyrr en The Assayer. Considerazioni al Tasso er að stofni til ítarleg greining á söguljóðinu Jerusalem
Delivered eftir ítalska skáldið Torquato Tasso (1544–1595). Handrit verksins glataðist þegar Galíleo var enn á lífi, en fannst fyrir tilviljun tveimur öldum eftir dauða hans og var gefið út í fyrsta sinn 1793. Þótt verkin séu rituð á mismunandi tíma og í þeim sé beitt mismunandi stílbrögðum er uppbygging harðrar gagnrýni galíleos í Considerazioni al Tasso á kvæðabálkinn Gerusalemme liberata í veigamiklum þáttum hliðstæð uppbyggingu á atlögu hans í The Assayer gegn kenningum Orazio grassi. Í þessari grein er tekið til athugunar á hvern hátt bókmenntagagnrýni og vísindarit fela í sér óvanalega samstæð málsnið og tjáningarform. Eitt helsta nýmæli í ritum Galíleos er að skáldlegar lýsingar verða veigamikill þáttur í bókmennta- og vísindaritum. Hér er
leitast við að sýna fram á að auk tæknilegrar og hlutlægrar greiningar
tveggja fyrirbæra (ljóðmál/textagreining í Considerazioni al Tasso og heimspekileg/vísindaleg í The Assayer) reynir Galíleo ekki aðeins að sannfæra lesandann með rökfræðilegri greiningu á viðfangsefninu heldur nýtir hann sér ákveðin stílbrögð mælskulistarinnar

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Aðrar greinar