Windy Words: Towards a Pneumatic Linguistics.

Höfundar

  • Pétur Knútsson

Lykilorð:

Ancrene Wisse, Owen Barley, Gerard Manley Hopkins, Robert Graves, pneumatólógía

Útdráttur

Í þessari grein er fræðiheitið ‚pneumatólógía‘ fengið að láni frá höfundum eins og Ferdinand Ebner til að lýsa málfræði sem gerir bæði efnislegum og andlegum þáttum tungumálsins skil og veitir tungumálinu sjálfstæða tilvist utan hins efnislega mannsheila. Fjallað er um esóteríska eða dulda túlkun á setningunni ‚ekki er orð
nema vindur‘ í enska 13. aldar ritinu Ancrene Wisse, og hvernig biblíuhugtakið ruach/pneuma/spiritus greinist í hin ólíku hugtök ‚vindur‘, ‚andardráttur‘ og ‚andi‘ í seinni tíma biblíuþýðingum. Greiningar á ljóðum eftir Gerard Manley Hopkins og Robert Graves eru notaðar til að styðja þessar tillögur, en þungamiðjan í greininni er umfjöllum um þær aðferðir sem tungumálið sjálft notar til að ýta undir slíka túlkun.

Lykilorð: Ancrene Wisse, Owen Barley, Gerard Manley Hopkins, Robert Graves, pneumatólógía 

Niðurhal

Útgefið

2015-01-15

Tölublað

Kafli

Þemagreinar