Les traductions islandaises du futur simple français.

Höfundar

  • François Heenen

Útdráttur

Ósamsett framtíð í frönsku hefur enga samsvörun í íslenska sagnkerfinu og þy?ðendur sem fást við sagnmyndir af þessari formgerð þurfa að velja á milli mismunandi staðgengla. Í þessari grein er reynt að greina hvenær þy?ðandi ákveður að nota háttarsögn, eins og t.d. sögnina munu eða skulu ásamt nafnhætti aðalsagnarinnar, frekar en nútíð í framsöguhætti. Merkingarfræðileg rannsókn á slíkum dæmum bendir til þess að þegar háttarmyndir eru valdar í íslenskri þy?ðingu eru sumir merkingarlegir þættir sem tengjast verknaðinum oft óákveðnir í franska textanum og hafa enga viðmiðun í setningum í sama samhengi. annað sem getur einkennt franska textann er að samhengið hvetji lesandann til að álykta setningu með andstæðumerkingu. Sú tilgáta er sett fram í greininni að þy?ðandi velji sérstaklega háttarmynd í þessum tilvikum til að fullvissa lesandann um að samhengið sem setningin er sönn í sé vitsmunalega mikilvægt. Þessi tilgáta myndi styðja þá kenningu Ernst august gutts að þy?ðing sé alltaf háttuð sérstaklega til að auka vitsmunaleg áhrif textans því hún bendir til þess að háttarmyndin sé valin einungis þegar lesandinn fær tækifæri í gegnum túlkun hennar til að álykta ny?jar gildismiklar röksetningar án erfiðleika.

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Þemagreinar