Lýsingarþátíð og staðalímyndir
Lykilorð:
Frönsk lýsingarþátíð, gildiskenningin, ólokið horfÚtdráttur
Þeir sem aðhyllast svokallaða Relevance Theory (gildiskenningu) telja að tíðarmorfem í sagnorðum hafi ekki hugtakamerkingu heldur miðli ákveðnu ferli sem viðmælandinn fer eftir til að túlka segðina. Kenningin um frönsku lýsingarþátíðina (fr. imparfait) sem er kynnt hér er byggð á þessari skoðun. Samkvæmt henni gefur lýsingarþátíðin viðmælandanum skipun um að álykta á grundvelli setningarinnar út frá þekkingu sinni á heiminum um aðstæðurnar sem sagnorðið á við. Segjum til dæmis að við séum að túlka setninguna „Jeanne rentrait chez elle“ (Jeanne var á leiðinni heim til sín) þá veljum við sjálfkrafa einhverja staðalímynd um athöfnina {einhver er á leiðinni heim til sín} og ályktum að {einhver sem er á leiðinni heim til sín sé úti á götu}; af þessu drögum við þá ályktun að í setningunni felist: {Jeanne á tímapunkti T í þátíð er úti á götu}. Enn fremur sýni ég fram á hvernig hægt er að útskýra marga málnotkunarlega eiginleika lýsingarþátíðarinnar, sérstaklega óhefðbundna notkun hennar, sem afleiðingu þessa sérstaka túlkunarferlis. Loks tala ég um möguleg tengsl á milli þessa túlkunarferlis og ólokins horfs.
Lykilorð: Frönsk lýsingarþátíð, gildiskenningin, ólokið horf