Tvíþætt eðli lýsingarþátíðar
Lykilorð:
Gildiskenning, ólokið horf, endurtekningarhorfÚtdráttur
Í grein sem birtist í þessu tímariti árið 2015 („Imparfait et Stéréotypes“) setti höfundurinn fram kenningu um að franska lýsingarþátíðin (imparfait) hvetji viðmælandann til að ímynda sér „staðlaða mynd“ af atvikinu sem segðin á við. Í þessu hefti leitast höfundurinn við að sýna fram á hvernig kenningin hjálpar til að skilja ýmsa eiginleika þessarar tíðar. Einn eiginleikinn er að geta táknað endurtekningarhorf atviksins svo framanlega að fjöldi endurtekninganna sé óákveðinn. Annar eiginleiki tíðarinnar er að miðla því sérstaklega að atvik sem segðin á við gerist á undan öðru atviki sem fyrri segðin lýsti. Niðurstöðurnar sem höfundurinn kemst að í greininni eru að allir þessir eiginleikar stafi af því að viðmælandinn þarf að ákveða tímasetningu atviksins til þess að geta ímyndað sér atvikið á staðlaðan hátt. Ef setningin inniheldur enga málseiningu sem bendir til ákveðins tíma velur viðmælandinn sjálfur tímasetninguna sem honum þykir eiga best við segðina. Þetta ferli í tímaákvörðuninni er sérstakt fyrir imparfait. Þegar sögnin er í passé composé notar viðmælandinn tíðarorð í setningunni til að tímasetja atvikið en annars lætur hann tímasetninguna vera óákveðna.
Lykilorð: Gildiskenning, ólokið horf, endurtekningarhorf