Lýsingarþátíð (imparfait) og háttarmerking
Lykilorð:
háttarmerking þátíða, franska lýsingarþátíð (imparfait), Gildiskenningin, samhengisvalÚtdráttur
Í grein François Heenen, „Imparfait et Stéréotypes“ (Milli Mála 7, 2015), var sú kenning sett fram að franska lýsingarþátíðin (imparfait) miðli ákveðnu ferli sem viðmælandinn fer eftir til að túlka segðina. Þessi kenning getur að mati höfundarins útskýrt af hverju þessi tíð er oft notuð til að tjá um óraunverulega atburði. Skýringin væri þá sú að viðkomandi ferli leiði huga viðmælandans frá aðgengilegasta samhenginu. Þannig getur talandinn miðlað til hans hugsunum sem væru ekki viðeigandi í því samhengi. Í greininni er sýnt fram hvernig þessi tilgáta varpar nýju ljósi á ýmsa notkun lýsingarþátíðar, hefðbundna sem óhefðbundna, en sérstök áhersla er lögð á notkun hennar í skilyrðissetningum. Höfundurinn veltir líka fyrir sér hvernig lýsingarþátíð í skilyrðissetningum fær nútíðarmerkingu í stað þátíðarmerkingarinnar sem einkennir hana almennt að öðru leyti. Að mati hans er það vegna þess að segðin er túlkuð sem endurhugsun (metarepresentation) annarrar segðar sem inniheldur sögn í nútíð. Þá er engin ástæða til að gera ráð fyrir að þátíðarmerking og háttarmerking lýsingarþátíðar séu í fyllidreifingu, eins og margir fræðimenn hafa talið.
Lykilorð: háttarmerking þátíða, franska lýsingarþátíð (imparfait), Gildiskenningin, samhengisval.