Lögreglan og búsáhaldabyltingin

Höfundar

  • Ingólfur V. Gíslason

Lykilorð:

Búsáhaldabyltingin, lögregla, ofbeldi, afpersónugering, samúð

Útdráttur

Búsáhaldabyltingin svokallaða, eða mótmæli og óeirðir frá nóvember 2008 til janúar 2009, eru einstakur atburður í íslenskri sögu. Tímalengd mótmælanna, fjöldi þátttakenda, óeirðir og sú niðurstaða að ríkisstjórn fór frá völdum vegna mótmæla er allt einstakt. Fyrir lögregluna var einnig um ný verkefni að ræða. Eitt af því sem athygli hefur vakið er hversu lítið var í raun um líkamlegt ofbeldi meðan á mótmælunum stóð. Í þessari grein er leitað skýringa á því hvers vegna ofbeldið var svona lítið og byggt á eigindlegum viðtölum við 13 lögreglumenn sem stóðu vaktina þessar dramatísku vikur. Meðal þeirra þátta sem útskýra lítið ofbeldi eru þjálfun lögreglmannanna og afpersónugering, sú tilfinning þeirra að hafa alltaf haft yfirhöndina, almenn samúð með mótmælendum og lítill raunverulegur ótti við þá.

Um höfund (biography)

Ingólfur V. Gíslason

Lektor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Hvernig skal vitna í

Gíslason, I. V. (2023). Lögreglan og búsáhaldabyltingin. Íslenska þjóðfélagið, 5(2), 5–18. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3760

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar