Hrunið og fæðingaorlof. Áhrif á foreldra og löggjöf
Lykilorð:
Fæðingarorlof, efnahagskreppa, jafnréttiÚtdráttur
Meðal afleiðinga bankahrunsins á Íslandi árið 2008 var verulegur niðurskurður á mörgum sviðum velferðarmála. Fæðingarorlof var einn þeirra þátta sem fékk að kenna á niðurskurðarhnífnum. Í þessari grein verður fjallað í stuttu máli um tilurð og einkenni laga um fæðingar og foreldraorlof frá árinu 2000, nýtingu orlofsins frá setningu laganna og til 2007 og hvað einkenndi hana. Þá er fjallað um breytingar sem gerðar voru í kjölfar efnahagskreppu, m.a. um niðurskurð á hámarki greiðslna, og spurt hvaða áhrif þær kunna að hafa haft á tilhögun fæðingarorlofs og hag barnafjölskyldna. Byggt er annars vegar á gögnum frá Fæðingarorlofssjóði og hins vegar niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var sumarið 2012 meðal foreldra sem eignuðust sitt fyrsta barn árið 2009. Í lokakafla verður fjallað um þær breytingar sem Alþingi samþykkti í desember 2012 á lögum um fæðingarorlof þar sem ákveðið var að auka í áföngum rétt beggja foreldra til fæðingarorlofs.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).