Samskipti fólks um Héðinsfjarðargöng: Umferð og samanburður við umferðarspá

Höfundar

  • Jón Þorvaldur Heiðarsson

Lykilorð:

Samskipti, umferð, þyngdarlíkan, umferðarspá, jarðgöng, vegir, vegstyttingar, samgöngur, Fjallabyggð

Útdráttur

Fyrir opnun Héðinsfjarðarganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar árið 2010 var gerð umferðarspá fyrir umferðina um þau. Spáin byggði á umferðarkönnun þar sem allir bílar á leið um norðanverðan Tröllaskaga voru stöðvaðir samtals fjóra daga að sumri og vetri. Spáin tók ekki einungis til heildarumferðar heldur var spáð fyrir um breytingar á samskiptum milli einstakra bæja eftir að göngin voru opnuð. Sambærileg umferðarkönnun eftir göng sýndi fram á að þyngdarlíkan (e. gravity model) í sinni einföldustu mynd spáði vel fyrir um heildarumferð um göngin. Þyngdarlíkanið eitt og sér gaf hins vegar ekki góða niðurstöðu um umferð milli einstakra bæja. Þar gaf skalað þyngdarlíkan gott mat á hlutdeild einstakra umferðarstrauma. Skalaða þyndarlíkanið reyndist hins vegar ekki gott til að spá fyrir um heildarumferð. Skölunin byggðist á því að gert var ráð fyrir að hefðir í samskiptum héldu sér eftir opnun ganganna. Sem dæmi mældist meiri hefð fyrir samskiptum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar fyrir göng heldur en þyngdarlíkan sagði til um. Í skalaða þyngdarlínaninu var gert ráð fyrir að þessi samskipti myndu áfram vera meiri en líkanið gaf en það varð einmitt raunin.

Um höfund (biography)

  • Jón Þorvaldur Heiðarsson

    Lektor við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

02.10.2015

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Hvernig skal vitna í

Svipaðar greinar

1-10 af 12

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)