Birtingarmyndir kyngervis og þversagnir í markaðsefni íslenskrar ferðaþjónustu

Höfundar

  • Dominic Alessio
  • Edward H. Huijbens
  • Anna Lísa Jóhannsdóttir

Lykilorð:

Kyngervi, Ísland, myndir, pólitík, eftirlendufræði, kynlíf, ferðamennska

Útdráttur

Í þessari grein verður kynningarefni íslenskrar ferðaþjónustu tekið til skoðunar. Annarsvegar er horft til myndefnis bæklinga ferðaþjónustu á landsbyggð og hinsvegar til inntaks markaðsherferða sem gerðar voru á upphafsárum 21. aldar. Greining á þessu kynningarefni horfir sérstaklega á stöðu kvenna og byggir á umræðu um kyngervi og ímyndir í rannsóknum í ferðamálum. Það sem kemur í ljós er þversögn, þar sem konur eru að jafnaði settar fram sem kynverur, tilbúnar til neyslu fyrir hinn erlenda karlkyns ferðalang, hjá norrænni þjóð sem stærir sig af jafnrétti kynjanna. Þannig birtist áhugavert sjónarhorn fyrir þá sem áhuga hafa á að rýna í „öðrun“ (e. othering) og framsetningu hins framandi. Hefð er fyrir að skoða hlutverk kynþáttar í öðrun og vissulega skiptir hann máli þegar rýnt er í framsetningu hins framandi, en eins og efni þessarar greinar snýst um á kyngervi ekki síðri hlutdeild, það er framsetning hins kvenlega. Greinin endar með tillögum um hvernig markaðsfólk íslenskrar ferðaþjónustu getur frekar nýtt sér orðspor landsins í jafnréttismálum. Þannig gæti ferðaþjónustan átt þátt í að efla vitund fólks um jafnréttismál og mögulega grafið undan ríkjandi orðræðu feðraveldisins, sem virðist viðhalda þeim þversögnum sem lýst er af birtingarmyndum kvenna í markaðsefni.

Um höfund (biographies)

  • Dominic Alessio

    Prófessor við Richmond the American International University í London.

  • Edward H. Huijbens

    Forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.

  • Anna Lísa Jóhannsdóttir

    BA (honours) í sálfræði.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Svipaðar greinar

1-10 af 27

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.