Veggurinn er alltaf til staðar: Upplifun háskólamenntaðra innflytjenda af samskiptum og samningsstöðu gagnvart vinnuveitendum

Höfundar

  • Þóra Christiansen
  • Erla S. Kristjánsdóttir

Lykilorð:

Innflytjendur samskipti, samningsstaða, íslenska, mismunun, fordómar, útilokun, tengslanet

Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar var að veita innsýn í og skilja hvernig háskólamenntaðir innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði upplifa samningsstöðu sína og samskipti við vinnuveitanda sinn. Tekin voru tólf viðtöl við háskólamenntaða innflytjendur, níu konur og þrjá karla á aldrinum 32-48 ára, sem hafa búið á Íslandi í 2 til 14 ár. Meirihluti þátttakenda hafði töluverða starfsreynslu í heimalandi sínu og nokkrir höfðu unnið og búið í löndum utan heimalands síns áður en þeir fluttu til Íslands. Helstu niðurstöður voru þær að viðmælendurnir upplifðu að samingsstaða þeirra væri veik því skortur á færni í íslensku takmarkaði starfsmöguleika þeirra og aðgengi að tengslaneti og félagsauði. Einnig upplifðu þeir að þeir væru sífellt að rekast á vegg þegar þeir leituðu réttar síns og að það að vera útlendingur væri um margt smánarblettur sem kæmi í veg fyrir að þeir yrðu fullgildir meðlimir í tengslanetinu og að framlag þeirra og menntun yrði metin að verðleikum. Þar að auki upplifðu innflytjendurnir að þeir þyrftu sífellt að vera að sanna sig í starfi þar sem vinnuveitandinn vantreysti þeim og gerði lítið úr hæfni þeirra. Að lokum fannst þeim að þeir þyrftu að sýna þakklæti fyrir að vera starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði, sem enn fremur gerir lítið úr framlagi, þekkingu, reynslu og menntun innflytjendanna.

Um höfund (biographies)

  • Þóra Christiansen

    Aðjúnkt við Háskíla Íslands.

  • Erla S. Kristjánsdóttir

    Lektor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

29.09.2016

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Hvernig skal vitna í

Veggurinn er alltaf til staðar: Upplifun háskólamenntaðra innflytjenda af samskiptum og samningsstöðu gagnvart vinnuveitendum. (2016). Íslenska þjóðfélagið, 7(1), 5-22. https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3773

Svipaðar greinar

1-10 af 38

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.