Stundum finnst mér þeir horfa á mig eins og ég sé geimvera: Upplifun flóttakvenna í litlu bæjarfélagi á Íslandi
Lykilorð:
Samþætting, aðlögun, tungumál, konur, flóttafólkÚtdráttur
Rannsóknin sem þessi grein byggir á fjallar um reynslu og upplifun flóttakvenna sem voru nauðbeygðar til að yfirgefa heimili sín, búa í flóttamannabúðum og flytja í lítið bæjarfélag á Íslandi. Rannsóknin varpar ljósi á hvernig konurnar upplifðu sig eftir miklar hremmingar í eigin landi, velgengni þeirra og erfiðleika við að hefja nýtt líf á Íslandi. Tekin voru hálfopin viðtöl til að skoða reynslu þessara flóttakvenna og upplifun þeirra af því að aðlagast nýju landi. Fjögur þemu spruttu upp úr gögnunum: Móttækileiki nærsamfélagsins, að læra íslensku, kynjahlutverk hér og þar og félagsleg tengsl. Helstu niðurstöður eru að aðlögun kvennanna að samfélaginu var erfið þar sem samskiptin milli þeirra og innfæddra voru takmörkuð og konunum fannst lítill áhugi meðal innfæddra á að kynnast þeim. Nánari greining á þessum þemum leiddi í ljós að þrátt fyrir að hafa fundið öryggi í bæjarfélaginu og myndað þar tengsl við aðrar flóttakonur auk nokkurra annarra einstaklinga, sem gerði þeim kleift að líða eins og þær tilheyri staðnum, var þátttaka þeirra minni en þær óskuðu sér og þeim fannst þær vera einangraðar frá íslensku samfélagi.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).