Upplifun og reynsla íslenskra útsendra starfsmanna í fjarlægum löndum
Lykilorð:
Mannauðsstjórnun, útsendir starfsmenn, framandi lönd, aðlögunÚtdráttur
Góð aðlögun getur skipt sköpum til þess að útsendir starfsmenn klári verkefni eða samninga sína erlendis. Rannsóknir hafa sýnt að bæði góður undirbúningur og stuðningur vinnuveitenda geta skipt sköpum til þess að aðlögun verði sem best. Einnig hafa rannsóknir sýnt að mun kostnaðarsamara er fyrir fyrirtæki og stofnanir að senda starfsmenn frá heimalandi sínu til starfa erlendis heldur en ekki ásamt því að starfsferill viðkomandi starfsmanns er í húfi. Því er mikilvægt fyrir alla sem að málinu koma að aðlögunin sé árangursrík. Í þessari grein er skoðuð reynsla og upplifun íslenskra útsendra starfsmanna í fjarlægum löndum af aðlögun. Einnig er skoðað hvort stuðningur er veittur af hálfu vinnuveitenda þeirra og þá hvers konar. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við níu útsenda starfsmenn, sem bjuggu á hinum ýmsu fjarlægu stöðum í heiminum þegar viðtölin fóru fram, í þeim tilgangi að fá svör við fyrrnefndum vangaveltum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að almennt hafi aðlögun þátttakenda verið góð en stuðningur vinnuveitenda var yfir heildina ekki mikill né heldur undirbúningur fyrir flutninga.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).