Konur af erlendum uppruna í íslensku velferðarsamfélagi: Staða á vinnumarkaði, félagsleg tengsl og líðan
Lykilorð:
Erlendar konur, Félagsleg tengsl, Inngilding, Andleg líðan, VelferðarkerfiðÚtdráttur
Tilgangur þessarar rannsóknar er að draga fram þætti sem tengjast félagslegri stöðu og tækifærum kvenna af erlendum uppruna í samanburði við konur af íslenskum uppruna, með því að varpa ljósi á stöðu á atvinnu- og húsnæðismarkaði, félagsleg tengsl og einkenni streitu, kvíða og þunglyndis. Rannsóknin byggist á nokkuð umfangsmikilli könnun sem lögð var fyrir konur á aldrinum 25–64 ára á vormánuðum 2022. Helstu niðurstöður eru þær að í samanburði við konur af íslenskum uppruna búa konur af erlendum uppruna við meira óöryggi og krefjandi aðstæður á vinnu- og húsnæðismarkaði, fjárhagsstaða þeirra er verri og þær eru ólíklegri til að fá menntun sína metna að verðleikum. Félagsleg tengsl þeirra eru takmarkaðri og andleg líðan þeirra verri. Þá kemur tímaskortur og fjárhagsstaða í veg fyrir að þær leiti sér aðstoðar vegna andlegrar vanlíðanar. Niðurstöðurnar varpa þannig ljósi á ójöfnuð meðal kvenna í íslensku velferðarsamfélagi, þar sem konur af erlendum uppruna búa við fjölþættari samfélagslegar hindranir sem koma í veg fyrir inngildingu og jöfn tækifæri. Niðurstöðurnar ógna þannig ímyndinni um hið sterka velferðarsamfélag sem byggir á jöfnum tækifærum og sterkri stöðu kvenna.
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir, Andrea Hjálmsdóttir, Bergljót Þrastardóttir

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).