Traust í kreppu: Traust til Alþingis, lögreglu, stjórnmálamanna og forseta Íslands í kjölfar hrunsins
Lykilorð:
Stofnanatraust, félagslegt traust, Alþingi, lögreglan, stjórnmálamenn, forseti Íslands, gildakenningar, kenningar um frammistöðu stofnanaÚtdráttur
Miklar breytingar urðu á trausti til margra stofnana í kjölfar bankahrunins og var Alþingi ein af þeim stofnunum sem töpuðu hvað mestri tiltrú almennings. Á sama tíma jókst traust almennings til lögreglunnar. Þeirri spurningu er velt upp hvort almenningur hafi í ljósi vonbrigða með frammistöðu pólitískra lykilstofnana lagt aukið traust á annarskonar stofnanir sem hann taldi verja hagsmuni sína eða þjóðfélagsins betur. Greint er frá alþjóðlegum rannsóknum á stofnanatrausti og áhrifaþættir þess ræddir. Tveir kenningarskólar eru bornir saman, annarsvegar skóli sem leggur áherslu á áhrif pólitískrar menningar á traust og hins vegar skóli sem leggur áherslu á frammistöðu stofnana. Nýttar eru hugmyndir frá báðum þessum skólum til að móta tilgátur um ástæður breytinga á stofnanatrausti og tengsl stofnanatrausts við ýmsar lýðfræðilegar breytur. Þá er gerð grein fyrir trausti almennings til nokkurra þeirra stofnana sem léku lykilhlutverk í hruninu og eftirmálum þess: Alþingis, lögreglunnar, forsetans og stjórnmálamanna. Tengsl stofnanatrausts við menntun, tekjur, fjárhagsvanda heimilisins og stuðning fólks við stjórnmálaflokka og ríkisstjórn eru skoðuð og borin saman milli stofnana. Unnið er með gögn frá Capacent frá október 2012. Vísbendingar eru um að ofangreindar stofnanir hafi að einhverju leyti orðið fulltrúar mismunandi hagsmuna og viðhorfa sem fram komu í hruninu og í kjölfar þess.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).