Í leit að samþykki: Vændi í ljósi kynferðisofbeldis og druslustimplunar

Höfundar

  • Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir
  • Gyða Margrét Pétursdóttir

Lykilorð:

Vændi; kynferðisofbeldi; druslustimplun.

Útdráttur

Lítið er vitað um aðdraganda þess að fólk leitar í vændi hérlendis. Rannsóknir sýna að konur í vændi hafa margar orðið fyrir kynferðisofbeldi í aðdraganda vændis en lítið hefur verið rannsakað hvernig afleiðingar kynferðisofbeldis og vændi tengjast. Tilgangur þessarar rannsóknar er að bæta úr því. Tekin voru 14 eigindleg viðtöl við konur sem hafa verið í vændi og unnið með gögnin út frá verklagi grundaðrar kenningar. Niðurstöður sýna að viðmælendur bjuggu við bágar aðstæður í æsku og urðu fyrir kynferðisofbeldi í aðdraganda vændis. Kynferðisofbeldið og druslustimplun sem tengdist því höfðu áhrif á mótunarár viðmælenda og afleiðingar þess voru markaleysi í kynferðislegum samskiptum og þrá eftir samþykki. Viðmælendur leituðu í vændi í von um að upplifa sig við stjórnvölinn í kynferðislegum samskiptum og í leit að viðurkenningu á eigin virði.

Um höfund (biographies)

  • Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir

    MA í kynjafræði.

  • Gyða Margrét Pétursdóttir

    Prófesor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

16.12.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar