Siðfræði og fagmennska í heimi fáránleikans: Um siðrof og útlaga í kvikmynd Sams Peckinpahs The Wild Bunch

Höfundar

  • Þórólfur Þórlindsson

Lykilorð:

Siðrof, fagmennska, vestrar, The Wild Bunch

Útdráttur

Í greininni er fjallað um hina margræðu kvikmynd Sams Peckinpahs, The Wild Bunch, út frá kenningum félagsfræðinnar. Hún er að einum þræði umfjöllun um samfélag siðrofs og upplausnar sem verður til á mörkum tveggja félagskerfa. Færð eru rök fyrir því að mynd Peckinpahs gefi athyglisverða lýsingu á makróstigssiðrofi í anda Durkheims. Í The Wild Bunch er einnig að finna lýsingu á því hvernig samfélag siðrofs og upplausnar býður upp á frelsi til myndunar jaðarhópa sem lúta að einhverju leyti sínum eigin lögmálum. Félagslegur veruleiki þeirra mótast í augliti til auglits samskiptum fólks í samfélagslegu tómarúmi. Í þessum samskiptum fólks verður alltaf til eitthvað nýtt. Félagssálfræði hópsins tengist samt sem áður alltaf makrógerð samfélagsins beint eða óbeint. Hópurinn er afsprengi ákveðinnar makrógerðar, sem hann mótar líka að vissu marki. Lýsing Peckinpahs á félagssálfræði hópsins minnir um margt á kenningar Meads og Goffmans. Einnig er fjallað um það hvernig þetta samfélag upplausnar og siðrofs ýtir undir ákveðna tegund af tilvistareinstaklingshyggju. Meðlimir villta gengisins minna á margan hátt á tilvistarhetjur í heimi fáránleikans. Þeir vilja vera fagmenn, það er gera hlutina vel og rétt. Þeir vilja einnig vera sjálfum sér samkvæmir. Þeir taka áhættu og lifa á mörkum lífs og dauða.

Um höfund (biography)

  • Þórólfur Þórlindsson

    Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Hvernig skal vitna í

Siðfræði og fagmennska í heimi fáránleikans: Um siðrof og útlaga í kvikmynd Sams Peckinpahs The Wild Bunch . (2023). Íslenska þjóðfélagið, 3(1), 41-56. https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3746