Öráreitni og ableismi: Félagsleg staða ungs fatlaðs fólks í almennu rými
Lykilorð:
öráreitni, ableism, félagslegur stöðugleiki, ungt fatlað fólkÚtdráttur
Í þessari grein verða áhrif fötlunar á félagslega upplifun í almennu rými skoðuð ásamt því hvernig öráreitni birtist í daglegu lífi ungs fatlaðs fólks á Íslandi Til þess að draga það fram verður notast við skilgreiningar Keller og Galgay (2010) um birtingarmyndir öráreitni gagnvart fötluðu fólki og kenningar Goffman (1959) um félagslegan stöðugleika Þessar skilgreiningar verða svo bornar saman við gögn okkar úr rannsóknarverkefninu LIFE-DCY Niðurstöður benda til þess að þó almennt sé gengið út frá félagslegum stöðugleika í mannlegum samskiptum einkennist félagslegur veruleiki fatlaðs fólks af félagslegu uppnámi og óreiðu vegna öráreitni (e microaggressions) og ableisma Skilgreiningar Keller og Galgay (2010) eiga því ágætlega við íslenskan veruleika Uppnám og óreiða eru hluti af hinum daglega hversdagsleika fatlaðs fólks en ekki tilfallandi atburður líkt og kenningar Goffman (1959) hafa gert ráð fyrir Í þessari óreiðu endar fatlað fólk sjálft milli steins og sleggju og upplifir sig bera ábyrgð á því að endurskapa félagslegan stöðugleika á sama tíma og því er jafnvel misboðið yfir hegðun ófatlaðs fólks.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).