Minnkandi miðlægni vinnunnar

Höfundar

  • Tómas Bjarnason

Lykilorð:

Mikilvægi vinnunnar, Miðlægni vinnunnar, Kynslóðir, Tíðarandi, Lífsskeið

Útdráttur

Áhyggjur af minnkandi mikilvægi vinnunnar hafa orðið uppspretta margra rannsókna á síðustu áratugum. Þessi meinta neikvæða þróun hefur oftast verið útskýrð með komu nýrra kynslóða inn á vinnumarkaðinn. Höfuðmarkmið þessarar greinar er að meta og aðgreina áhrif kynslóða og tíðarandans á mikilvægi vinnunnar eða svokallaða miðlægni vinnunnar (e. work centrality). Með þetta að leiðarljósi eru bornar saman niðurstöður tveggja þýðiskannana á mati fólks á miðlægni vinnunnar sem gerðar voru 2012 og 2022 meðal félagsfólks VR, stærsta stéttarfélags landsins. Bornar eru saman niðurstöður milli kannana, aldurshópa og kynslóða: Uppgangskynslóðarinnar (e. Boomers), X-kynslóðarinnar (e, GenX), Aldamótakynslóðarinnar (e. Millennials, GenY) og Z-kynslóðarinnar (e. GenZ). Niðstöðurnar sýna sterk áhrif tíðarandans og að miðlægni vinnunnar dvínar milli mælinganna tveggja – þvert á aldurshópa og kynslóðir. Einnig koma fram kynslóðaáhrif í báðum könnunum. Vinnan er miðlægari meðal elstu kynslóðarinnar (Uppgangskynslóðarinnar) en þeirra yngri, en lítill munur er á miðlægni vinnunnar meðal yngri kynslóðanna.

Útgefið

13.12.2024

Hvernig skal vitna í

Bjarnason, T. (2024). Minnkandi miðlægni vinnunnar. Íslenska þjóðfélagið, 15(1). Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/4002

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar