Sýn barna á kórónuveiruna og áhrif hennar á þátttöku þeirra í daglegu starfi í leikskóla
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2020.23Lykilorð:
sjónarmið barna, áhrifamáttur barna, leikskóli, daglegt starf, kórónuveiran, COVID-19Útdráttur
Markmið þessarar rannsóknar var að komast að hvernig börn upplifðu leikskólastarf á tímum COVID-19 þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. Tilgangur rannsóknarinnar var að læra af börnunum og nýta þá þekkingu sem skapaðist til þess að styðja betur við börn á fordæmalausum tímum. Rannsóknin byggir á þeim hugmyndum að börn á leikskólaaldri séu getumiklir einstaklingar sem byggi upp þekkingu í samvinnu við önnur börn og fullorðna, þau hafi rétt til þess að hafa áhrif og vera gerendur í eigin lífi. Þátttakendur í rannsókninni voru 23 börn, 3–6 ára, á þremur deildum í einum leikskóla á landsbyggðinni. Tekin voru hópviðtöl við börnin og þeim boðið að teikna á meðan þau ræddu við rannsakanda. Helstu niðurstöður eru að börnin sýndu töluverða þekkingu á kórónuveirunni og þeim áhrifum sem hún hafði á daglegt starf í leikskólanum. Börnin höfðu mismunandi sýn á þær takmarkanir sem settar voru vegna sóttvarna, sumum fannst gott að hafa fá börn í leikskólanum en önnur upplifðu sig ein í barnahópnum vegna fjarveru vina og vildu ekki leika sér. Börnin töluðu um efnivið og svæði í leikskólanum sem þeim þótti skemmtilegast að leika sér á en þau höfðu ekki aðgang að vegna takmarkana og það þótti þeim leiðinlegt. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að taka þarf mið af sjónarmiðum barna og hlusta á fjölbreytta tjáningu þeirra svo að styðja megi betur við þarfir þeirra og vellíðan í daglegu starfi leikskólans á tímum takmarkana sem og aðra daga.Niðurhal
Útgefið
2021-02-18
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar