Sérrit Netlu 2022 – Framtíð og tilgangur menntunar: Sérrit til heiðurs Jóni Torfa Jónassyni, prófessor emeritus.
Inngangur
Útdráttur
Líkt og önnur vísindi þá eru rannsóknir á sviði menntunar leiddar af eldhugum og hugsjónafólki sem brenna fyrir því að skilja hvaða öfl stjórna hvernig við þroskumst, lærum og menntumst. Einn þeirra sem hefur lagt sitt lóð ríkulega á vogarskálar er Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Í þessu heiðursriti birtast, alls 24 fræðigreinar eftir 38 fræðimenn af sviði menntavísinda, kennslufræði, heimspeki, sagnfræði, félagsfræði, náms- og starfsráðgjafar, fötlunarfræði og sálfræði. Þau fjölbreyttu og ólíku sjónarhorn sem birtast í greinunum endurspegla hve djúpar rætur fræðimannsins og rannsakandans Jóns Torfa eru. Höfundar hvetja okkur á ýmsa vegu til samtals og ígrundunar um framtíð menntunar og ábyrgð okkar á henni. Í inngangi fjallar Kolbrún Þ. Pálsdóttir um háskólamanninn og rannsakandann Jón Torfa, kynnir helstu viðfangsefnin sem hann hefur fengist við og endurspeglast í ritinu, og færir honum þakkir fyrir dýrmætt framlag til menntavísinda og ákaflega farsælt samstarf.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Kolbrún Þ. Pálsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).