Að tilheyra í skólanum: Áhrifaþættir á upplifun grunnskólanema
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2021.10Lykilorð:
Að tilheyra, upplifun grunnskólanemenda, skólasamfélag, menntun án aðgreiningar, félagsleg samsömunÚtdráttur
Stór áhrifaþáttur á farsæld nemenda er að þeir upplifi og finni að þeir tilheyri skólasamfélaginu og að þeim sé tekið eins og þeir eru af nemendum og kennurum. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á hvernig félagslegir þættir líkt og kyn nemenda, fjárhagsstaða og erlendur uppruni móta upplifun þeirra af að tilheyra eða tilheyra ekki í skólasamfélaginu. Einnig að kanna hvort áhættuhegðun, samskipti við foreldra og sjálfsmynd hafi áhrif á hvernig félagslegir þættir móta upplifun af að tilheyra. Byggt er á gögnum úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólabarna (HBSC). Rafræn spurningakönnun var lögð fyrir nemendur veturinn 2017–2018 í 6., 8. og 10. bekk. Niðurstöður sýna að almennt séð upplifa nemendur íslenskra grunnskóla að þeir tilheyri í skólaumhverfinu og aðeins litlum hópi finnst hann ekki tilheyra. Að búa við slæma fjárhagsstöðu og að skilgreina sig utan hefðbundinnar kyntvíhyggju hefur mest áhrif á að nemendur telji sig síður tilheyra skólasamfélaginu. Ekki mældist marktækur munur almennt séð á milli drengja og stúlkna. Slæm fjárhagsstaða hafði mest áhrif á samsömun kynsegin nemenda og stúlkna við skólasamfélagið, en drengir urðu síður fyrir áhrifum slæmrar fjárhagsstöðu. Þá hafði áhættuhegðun mun sterkari tengsl við tilfinningu drengja að tilheyra fremur en stúlkna, en slök sjálfsmynd stúlkna var frekar tengd upplifun þeirra af því tilheyra ekki. Sterk samvirkni var á milli þess að eiga báða foreldra fædda erlendis og að búa við slæman fjárhag. Öflug sjálfsmynd hafði jákvæð áhrif á samsömun nemenda sem bjuggu við slæma fjárhagsstöðu. Niðurstöður gefa til kynna að grípa þurfi til aðgerða til að tryggja aðild allra að skólasamfélaginu og horfa sérstaklega til jaðarsettra nemendaNiðurhal
Útgefið
2022-02-08
Tölublað
Kafli
Ritrýndar greinar