2021: Sérrit 2021 - HBSC og ESPAD rannsóknirnar

Í sérritinu eru 7 greinar alls – 1 ritstýrð og 6 ritrýndar. Auk almenns prófarkalesturs eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Greinarnar nefnast: Gagnagöt í spurningakönnunum meðal íslenskra unglinga, Andleg líðan unglinga í 10. bekk – niðurstöður úr fyrirlögn Warwick Edinburg Mental Well-being kvarðans, Svefnlengd íslenskra grunnskólanema, Hreyfing íslenskra grunnskólanema, Vímuefnaneysla ungmenna skoðuð í ljósi líðanar ungmenna og tengsla við foreldra, Að tilheyra í skólanum: Áhrifaþættir á upplifun grunnskólanema, Kynni unglinga af vinsælum ferðamannastöðum: Frístundir, ferðalög og menntun.

Útgefið: 2022-02-08

Ritrýndar greinar

Ritstýrðar greinar