Þegar þýtt er úr millimáli – Neyðarbrauð eða nauðsyn?

Höfundar

  • Rúnar Helgi Vignisson

Lykilorð:

þýðingar úr millimáli, bókmenntaþýðingar, þýðingarýni, áhrifajafngildi, ráðandi staða ensku

Útdráttur

Í viðmiðum UNESCO um þýðingar er ekki mælt með því að þýða úr millimáli, þ.e. að þýða þýðingu. Eigi að síður er það enn stundað víða um heim og telst enn vera ein af meginstoðum svokallaðra heimsbókmennta. Í greininni eru skoðaðar helstu ástæður þess að bókmenntatextar eru þýddir úr millimáli og nefnd dæmi um slíkar þýðingar, bæði íslenskar og erlendar. Þá er gerð grein fyrir þeim vanda sem við er að etja þegar þýtt er úr millimálum og því sem þýðendur þurfa helst að varast. Þar getur nálgun milliþýðandans skipt miklu máli, s.s. hvort hann aðhyllist framandgerandi þýðingar eða heimfærslu. Að lokum er spurt hvort þýðingar úr millimálum séu réttlætanlegar enn í dag og er niðurstaða greinarhöfundar sú að þær séu óhjákvæmilegar í litlu málsamfélagi, eins og því íslenska, enda geti þær verið vel heppnaðar sem bókmenntaverk.


Lykilorð: þýðingar úr millimáli, bókmenntaþýðingar, þýðingarýni, áhrifajafngildi, ráðandi staða ensku

Niðurhal

Útgefið

2022-12-28

Tölublað

Kafli

Greinar