Fundin form
##doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.33112/millimala.16.1.11Útdráttur
Rithöfundar grípa stundum til þess ráðs að fá eitthvert form lánað og skrifa inn í það, einkum við ritun stuttra texta. Þetta er ekkert ósvipað því sem hefur tíðkast í myndlist um alllanga hríð nema þar er um að ræða fundna hluti. Þekkt er hlandskálin sem Marcel Duchamp setti í nýtt samhengi og gerði þar með að margræðu og óvæntu listaverki sem breytti listasögunni.
Þegar rithöfundur notfærir sér fundið form fær hann ákveðnar merkingarskírskotanir með hinu fundna formi og skrifast á við þær eða nýtir þær sér til framdráttar, oft með óvæntum árangri, stundum skondnum, stundum sorglegum og allt þar á milli. Fræg er sex orða saga í formi smáauglýsingar, oft eignuð Ernest Hemingway þó að það hafi verið dregið í efa: „For sale: baby shoes, never worn“ (Til sölu: ungbarnaskór, ekkert notaðir).