Enskur orðaforði íslenskra enskukennara: Umfang og uppspretta
Lykilorð:
Vocabulary Knowledge of ELT Teachers, VLT and VST testing, professional development, sources of vocabulary knowledgeÚtdráttur
Þessi grein segir frá rannsókn á enskufærni, nánar tiltekið orðaforðakunnáttu, tuttugu framhaldsskólakennara í sex skólum á Íslandi. Tvö orðaforðapróf voru lögð fyrir kennarana. Annars vegar Vocabulary Size Test (VST) (Nation og Coxhead 2021; Nation og Beglar 2007) til að mæla umfang orðaforðaþekkingar, og hins vegar Vocabulary Levels Test (VLT) (Scmitt o.fl. 2001; Nation 1983). Tíu
kennarar tóku að auki þátt í einstaklingsviðtölum en sex kennarar voru þátttakendur í hópviðtölum um hvar þeir hefðu lært ensku og enskan orðaforða. Niðurstöður úr VST prófum benda til þess að íslensku kennararnir hafi á valdi sínu næstum 16.000 orðafjölskyldur að meðaltali sem er mjög ríkulegur orðaforði hjá annarsmálsnotendum. Niðurstöður VLT prófa gáfu til kynna að kennararnir hafi á valdi sínu algeng hátíðniorð og orð á miðtíðniskala en þekki einnig fátíð orð sem flokkast sem sérhæfður og fræðilegur orðaforði. Viðtöl leiddu í ljós að fjölþætt fagleg og persónuleg reynsla kennaranna stuðlaði að orðaforðaþekkingu þeirra s.s. enskuáreiti í nærumhverfi þeirra allt frá barnæsku, háskólamenntun, og áhugi á enskum bókmenntum, tungumáli og listum. Að lokum er fjallað um áhrif víðtæks orðaforða á kennslu og nám og frekari rannsóknir ræddar.
Lykilorð: Orðaforði enskukennara, VLT og VST próf, fagþekking kennara, ílag og orðaforði.