Nærvera og túlkun þy?ðandans Notkun hliðartexta í þy?skri þy?ðingu á Pilti og stúlku eftir Josef C. Poestion

Höfundar

  • Marion Lerner

Lykilorð:

þýðingar, hliðartextar, J. C. Poestion, sýnileiki þýðandans, vald

Útdráttur


Í þýðingafræðilegri orðræðu undanfarinna áratuga hefur mikið verið fjallað um ósýnileika þýðandans og þessi ósýnileiki verið gagnrýndur. Það er því áhugavert að skoða sögulegar þýðingar þar sem þýðandinn var afar sýnilegur og nærvera hans mikil. Þannig er það í þýðingum Josefs C. Poestion úr íslensku yfir á þýsku. Austurríski þýðandinn notaði fjöldann allan af hliðartextum eða paratextum á borð við tileinkanir, formála, neðanmáls- og aftanmálsgreinar o.fl. til að koma athugasemdum og upplýsingum á framfæri. Segja má að hann hafi átt í stöðugu samtali við lesendur sína. Í greininni eru þessir hliðartextar skoðaðir enda má lesa úr þeim afstöðu þýðandans til frumtextans og frumhöfundar en einnig til íslensku þjóðarinnar. Spurt er hvernig hann túlkaði verkefni þýðandans og hvert markmið hans var með þýðingum sínum úr íslensku. Einnig verður sýnt fram á að þýðandinn gekk út frá ákveðnu ójafnræði á milli menningarheima, þar sem hinn þýskumælandi taldist miðlægur en hinn íslenski var staðsettur á jaðrinum með tilheyrandi valdahalla. 

Niðurhal

Útgefið

2020-09-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar