Þy?ðingar úr norðurlandamálum. Þy?dd skáldverk á íslensku frá 1960 til 2010.

Höfundar

  • Þórhildur Oddsdóttir

Útdráttur

Árlega kemur út fjöldi bóka á íslensku, bæði frumsamdar og þy?ddar. Í þessari grein verður fjallað um þy?ðingar á skáldverkum úr norðurlandamálum á íslensku á 50 ára tímabili með hliðsjón af fjölda frumsaminna skáldverka á íslensku og heildarfjölda þy?ðinga á skáldverkum á ári hverju. rannsóknin tekur annars vegar til tímabilsins 2000 til 2010, að báðum árum meðtöldum, þegar 11,7 norræn verk voru þy?dd á ári að meðaltali og hins vegar er stiklað á fimmta hverju ári frá 1960 til 1990, en þá var meðaltalið 12,7 verk. Leitast er við að flokka þy?ddu skáldverkin eftir frummáli og inntaki, og draga fram það sem einkennt hefur hvern hluta tímabilsins. Fjöldi og inntak þy?ddra skáldverka úr norðurlandamálum hefur einkennst af sveiflum og erfitt er að greina ákveðin mynstur. Þó má sjá að ástarsögur hafa átt sinn blómatíma og bókaflokkar svo sem Ísfólkið sett sinn svip á tímabilið og síðustu ár hefur spennusögum/ glæpasögum þy?ddum úr norðurlandamálum fjölgað mjög. Hlutfall þy?ddra fagurbókmennta hefur einnig verið æði sveiflukennt, jafnvel miklar sviptingar á milli ára. Einnig hefur það breyst úr hvaða málum þy?tt er, mest hefur verið þy?tt úr sænsku síðasta áratuginn, en áður voru danskar bækur mest áberandi.

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Þemagreinar