Tungumál útlegðar – um skrif alsírska rithöfundarins assiu Djebar.

Höfundar

  • Irma Erlingsdóttir

Útdráttur

Fjallað er um tilraunir alsírska rithöfundarins assiu Djebar til að glíma við mótsögn í skáldverkum sínum: „ómöguleika“ þess að skrifa á frönsku og skrifa ekki á frönsku. Djebar þarf að finna þriðju leiðina milli öfga sem felast í einföldum samruna við franska bókmenntahefð eða upphafningu á hinu staðbundna og upprunalega í alsírskri menningu. Í því samhengi verður sjónum beint að hugtakinu „þy?ðing“ í skrifum Djebar: Hún semur á frönsku, en gagnsy?rir texta sinn arabískum áhrifum. Þannig „tvítyngir“ hún frönskuna eða yfirfærir framandi sögu, reynslu og raddir á tungumálið. Tvítyngið er afbygging sem dregur fram skilafrestinn, eins Jacques Derrida skilgreindi hann, og/eða mismuninn í tungumálinu. Sy?nt verður hvernig Djebar endurskrifar sögu sína í eyðurnar í orðræðu „hins“ – hvort sem um er að ræða ny?lendustefnu Frakka eða föðurlegt hefðarvald alsírskrar menningar. Sérstök áhersla er lögð á hvernig Djebar dregur fram þöggun og andóf alsírskra kvenna í því sambandi.

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Þemagreinar